Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 23. febrúar 2020 16:50
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Solskjær: Viljum byggja ofan á þetta
Sáttur Solskjær ásamt Fernandes og De Gea.
Sáttur Solskjær ásamt Fernandes og De Gea.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær mætti sáttur í viðtal eftir að lærisveinar hans unnu góðan 3-0 sigur á Watford á Old Trafford fyrr í dag.

Þetta var annar sigurleikur liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni og með sigrinum fór Manchester United í 5. sæti deildarinnar.

„Mjög góður sigur, tveir góðir sigrar í röð, við héldum markinu hreinu í báðum leikjunum og skoruðum nokkur mörk. Við viljum byggja ofan á þetta," sagði Solskjær.

„Í fyrri hálfleik gáfum við þeim fín færi en eftir því sem leið á leikinn sköpuðum við okkur fleiri færi."

Solskjær hrósaði Bruno Fernandes fyrir frammistöðu sína í dag.

„Bruno Fernandes er fljótari en hann lýtur kannski út fyrir að vera, við erum ánægðir með að hafa hann hér. Hann kom inn í hópinn með mjög góðan anda og er staðráðinn í því að gera vel. Það eru stórir leikir framundan núna."

Mason Greenwood fékk einnig hrós hjá þeim norska.

„Það sem skiptir máli í fótbolta er að skora mörk og það er einmitt það sem Mason Greenwood gerir," sagði Solskjær að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner