Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 14:29
Brynjar Ingi Erluson
Víkingur hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ - Joaquin LInares Cordoba grasrótarpersóna ársins 2023
Víkingur hlaut jafnréttisverðlaun KSÍ
Víkingur hlaut jafnréttisverðlaun KSÍ
Mynd: KSÍ
Joaquin Linares Cordoba er grasrótarpersóna ársins
Joaquin Linares Cordoba er grasrótarpersóna ársins
Mynd: KSÍ
Knattspyrnufélagið Víkingur R. hlaut í dag jafnréttisverðlaun KSÍ fyrir árið 2023. Joaquín Linares Cordoba, framkvæmdastjóri KM, er grasrótarpersóna ársins.

Kvennalið Víkings vann Lengjudeildina á síðasta ári og kom sér þannig upp í Bestu deildina, en auk þess varð liðið Mjólkurbikarsmeistari eftir magnaðan úrslitaleik gegn Breiðabliki.

„Að baki þessum hraða vexti og góða árangri liggur mikil vinna innan alls félagsins. Farið var í ítarlega greiningu og markmiðasetningu og fjölmargir sjálfboðaliðar komu að ýmsum verkefnum tengdum liðinu og leikjum þess með það fyrir augum að gera umgjörðina fyrsta flokks,“ segir vef á KSÍ.

Berglind Bjarnadóttir og Sigurbjörn Björnsson tóku við verðlaununum fyrir hönd Víkings.

Framkvæmdastjóri KM er grasrótarpersóna ársins

Einnig voru veitt verðlaunin Grasrótarpersóna ársins og var það Joaquín Linares Cordoba, aðstoðarþjálfari, framkvæmdastjóri, formaður og gjaldkeri KM.

„Það hefur verið mjög fallegt að fylgjast með þessu félagi og óeigingjörnu starfi Joaquíns í þess þágu síðastliðinn áratug. Leikmenn liðsins eru af fjölmörgum þjóðernum og eru allir velkomnir. Íslendingar, aðfluttir, flóttamenn, hælisleitendur - eiga þennan vettvang þar sem allir eru jafnir og spila saman fótbolta,“ var skrifað um hann í tilnefningunni.
Athugasemdir
banner
banner