Þorri Mar er Dalvíkingur sem getur bæði spilað sem bakvörður og kantmaður. Hann var á mála hjá Hannover á sínum unglingsárum en lék sinn fyrsta mótsleik með Dalvík/Reyni sumarið 2018.
Fyrir tímabilið 2019 gekk hann í raðir KA en sökum meiðsla hefur hann eingungis leikið sex deildarleiki með félaginu síðustu tvö tímabil. Seinni hluta tímabilsins 2019 var hann á láni hjá Keflavík og skoraði tvö mörk í tólf leikjum. Í dag sýnir Þorri á sér hina hliðina.
Fyrir tímabilið 2019 gekk hann í raðir KA en sökum meiðsla hefur hann eingungis leikið sex deildarleiki með félaginu síðustu tvö tímabil. Seinni hluta tímabilsins 2019 var hann á láni hjá Keflavík og skoraði tvö mörk í tólf leikjum. Í dag sýnir Þorri á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Þorri Mar Þórisson
Gælunafn: Þorri eða Nökkvi
Aldur: 21 árs
Hjúskaparstaða: Er á föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Samkvæmt KSÍ var það 2018
Uppáhalds drykkur: Nocco Miami strawbeerry
Uppáhalds matsölustaður: Saffran
Hvernig bíl áttu: Opel
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Modern Family
Uppáhalds tónlistarmaður: Justin Bieber
Uppáhalds hlaðvarp: Allt með Neil deGrasse Tyson
Fyndnasti Íslendingurinn: Fannar Uppistandari
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, gummíbangsa/eðlur og lakkrískurl
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: +3546992099 kl. 16:01 þann 20.04
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KF
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Linton Maina
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Arnar Grétarsson
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Rúnar Helgi Björnsson
Sætasti sigurinn: Þegar við töpuðum á móti KF en unnum samt deildina
Mestu vonbrigðin: Hvað maður er oft meiddur
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Steve Lennon, hann skilar mörkum
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Nökkvi Þeyr Þórisson
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hörð barátta milli Brynjars Inga og Daníel Hafsteins
Uppáhalds staður á Íslandi: Húsey í Skagafirði
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Hef fengið skráð mark á mig sem Nökkvi skorar
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: sleppi við það
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég fylgist með hestaíþróttum
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas x
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: dönsku
Vandræðalegasta augnablik: Pass
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Sveinn Margeir Hauksson kæmi til að koma með þykjustu verkfræði hugmynd að báti. Síðan kæmi Guðjón Pétur Lýðsson til að framkvæma og smíða bátinn og Brynjar Ingi myndi fljóta með, það væri gott að nota löngu útlimina hans til að teygja sig í hluti og róa bátnum til lands.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég er tvíburi
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Haukur Heiðar Haukson út af meiðslunum. Ótrúlegt hvað hann nær að sýna og hversu mikil gæði eru í honum. Maður getur bara rétt ímyndað sér ef hann væri heill, hann er grjótharður
Hverju laugstu síðast: Að ég hafi verið veikur í stað þess að vera í prófi
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Spyrja Donald Trump hver lykillin af velgengninni sé

Guðjón Pétur
Athugasemdir