Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mið 23. apríl 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Arnar og Bjarki.
Arnar og Bjarki.
Mynd: Stöð 2 Sport
Sjónvarpsþættirnir um Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, A&B, hafa fengið verðskuldað lof en þættirnir hafa verið sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.

Í spilaranum má sjá skemmtilegt brot úr þriðja þættinum sem fjallar um það þegar Arnar og Bjarki koma heim úr atvinnumennsku árið 2003 og ganga til liðs við KR þar sem Willum Þór er á sínu öðru ári með liðið og markmiðið er að verja titilinn.

Meðal annars er fjallað um það þegar Willum ákvað að skilja öfluga leikmenn eftir heima fyrir langt ferðalag í Evrópuleik. Arnar tók því alls ekki vel.

„Mig minnir að hann hafi þrumað í ruslafötu sem flaug í vegginn, rétt við höfuðið á mér," segir Willum í þættinum.

Fjórði og síðasti þáttur á sunnudaginn
Á sunnudagskvöld verður lokaþátturinn af A&B á dagskrá þar sem knattspyrnuferli tvíburanna lýkur með ólíkum hætti. Meðan Arnar leitar að rétta viðskiptatækifærinu setur Bjarki endapunkt við viðskiptaferilinn og finnur sig í framtíðarstarfi tengdu knattspyrnunni.

Eftir tímabilið 2018 opnast tækifæri fyrir Arnar að taka við þjálfun hjá Víkingi en það þótti umdeild ráðning og ekki margir sem sáu fyrir hvaða ótrúlegu tímar fóru í hönd í Fossvoginum.
Athugasemdir
banner
banner
banner