Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   mið 23. apríl 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Arnar og Bjarki.
Arnar og Bjarki.
Mynd: Stöð 2 Sport
Sjónvarpsþættirnir um Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, A&B, hafa fengið verðskuldað lof en þættirnir hafa verið sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.

Í spilaranum má sjá skemmtilegt brot úr þriðja þættinum sem fjallar um það þegar Arnar og Bjarki koma heim úr atvinnumennsku árið 2003 og ganga til liðs við KR þar sem Willum Þór er á sínu öðru ári með liðið og markmiðið er að verja titilinn.

Meðal annars er fjallað um það þegar Willum ákvað að skilja öfluga leikmenn eftir heima fyrir langt ferðalag í Evrópuleik. Arnar tók því alls ekki vel.

„Mig minnir að hann hafi þrumað í ruslafötu sem flaug í vegginn, rétt við höfuðið á mér," segir Willum í þættinum.

Fjórði og síðasti þáttur á sunnudaginn
Á sunnudagskvöld verður lokaþátturinn af A&B á dagskrá þar sem knattspyrnuferli tvíburanna lýkur með ólíkum hætti. Meðan Arnar leitar að rétta viðskiptatækifærinu setur Bjarki endapunkt við viðskiptaferilinn og finnur sig í framtíðarstarfi tengdu knattspyrnunni.

Eftir tímabilið 2018 opnast tækifæri fyrir Arnar að taka við þjálfun hjá Víkingi en það þótti umdeild ráðning og ekki margir sem sáu fyrir hvaða ótrúlegu tímar fóru í hönd í Fossvoginum.
Athugasemdir
banner