Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   mið 23. apríl 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Arnar og Bjarki.
Arnar og Bjarki.
Mynd: Stöð 2 Sport
Sjónvarpsþættirnir um Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, A&B, hafa fengið verðskuldað lof en þættirnir hafa verið sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.

Í spilaranum má sjá skemmtilegt brot úr þriðja þættinum sem fjallar um það þegar Arnar og Bjarki koma heim úr atvinnumennsku árið 2003 og ganga til liðs við KR þar sem Willum Þór er á sínu öðru ári með liðið og markmiðið er að verja titilinn.

Meðal annars er fjallað um það þegar Willum ákvað að skilja öfluga leikmenn eftir heima fyrir langt ferðalag í Evrópuleik. Arnar tók því alls ekki vel.

„Mig minnir að hann hafi þrumað í ruslafötu sem flaug í vegginn, rétt við höfuðið á mér," segir Willum í þættinum.

Fjórði og síðasti þáttur á sunnudaginn
Á sunnudagskvöld verður lokaþátturinn af A&B á dagskrá þar sem knattspyrnuferli tvíburanna lýkur með ólíkum hætti. Meðan Arnar leitar að rétta viðskiptatækifærinu setur Bjarki endapunkt við viðskiptaferilinn og finnur sig í framtíðarstarfi tengdu knattspyrnunni.

Eftir tímabilið 2018 opnast tækifæri fyrir Arnar að taka við þjálfun hjá Víkingi en það þótti umdeild ráðning og ekki margir sem sáu fyrir hvaða ótrúlegu tímar fóru í hönd í Fossvoginum.
Athugasemdir
banner