Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Þessi titill er tileinkaður úkraínsku þjóðinni"
Oleksandr Zinchenko með úkraínska fánann og bikarinn
Oleksandr Zinchenko með úkraínska fánann og bikarinn
Mynd: Getty Images
Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko upplifði miklar tilfinningar eftir að Manchester City varði Englandsmeistaratitilinn með 3-2 endurkomusigri á Aston Villa í gær en hann tileiknaði fólkinu í Úkraínu titilinn.

Vladimír Pútin, forseti Rússlands, fyrirskipaði hermönnum sínum að ráðast inn í Úkraínu.

Fjöldi fólks hefur dáið í stríðinu og hafa úkraínskir leikmenn gengið í gegnum erfiða tíma á þessu tímabili, þar á meðal Zinchenko.

„Ógleymanlegar tilfinningar. Þetta er fyrir fólkið í Úkraínu, sem eru að svelta og reyna að komast af í landinu mínu vegna grimmdarverks Rússa."

„Ég er svo stoltur að vera frá Úkraínu og geta gefið þeim þennan titil. Þetta er fyrir allt fólkið í Úkraínu því þau eiga þetta skilið."

„Þetta er svo þýðingarmikið fyrir mig. Ég myndi deyja fyrir þetta fólk og stuðning þeirra. Það sem fólk gefur gefið mér og gert fyrir mig á þessum tíma, erfiðasta tíma lífs míns. Ég er svo þakklátur og mun aldrei gleyma þessu,"
sagði Zinchenko.
Athugasemdir
banner