
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag þar sem fimm leikir eru á dagskrá í Lengjudeildunum og fjórir til viðbótar í neðri deildum.
Fjölnir og Þróttur R. eigast við í eina leik dagsins í Lengjudeild karla þar sem heimamenn geta hoppað upp í toppsæti deildarinnar með sigri í Grafarvogi.
Á sama tíma tekur ÍBV á móti Gróttu í Lengjudeild kvenna þar sem Eyjakonur þurfa á sigri að halda eftir slæma byrjun.
Selfoss spilar svo við ÍR áður en síðustu tveir leikirnir fara fram, þegar ÍA og Afturelding taka á móti Fram og Grindavík.
Í neðri deildunum eru leikir á dagskrá á Húsavík, í Vogum, Kópavogi og Breiðholti.
Lengjudeild karla
18:00 Fjölnir-Þróttur R. (Egilshöll)
Lengjudeild kvenna
18:00 ÍBV-Grótta (Hásteinsvöllur)
18:15 Selfoss-ÍR (JÁVERK-völlurinn)
19:15 ÍA-Fram (Akraneshöllin)
19:15 Afturelding-Grindavík (Malbikstöðin að Varmá)
2. deild karla
19:15 Völsungur-KF (PCC völlurinn Húsavík)
19:15 Þróttur V.-KFG (Vogaídýfuvöllur)
3. deild karla
19:15 KFK-Árbær (Fagrilundur - gervigras)
5. deild karla - A-riðill
20:00 Léttir-Hafnir (ÍR-völlur)
Athugasemdir