Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   sun 23. júní 2024 21:36
Elvar Geir Magnússon
Tjöld sett fyrir eftir óhugnanlegan árekstur
Mynd: EPA
Ungverski sóknarmaðurinn Barnabas Varga var borinn af velli á börum eftir að hann lenti í óhugnanlegum árekstri við Angus Gunn markvörð Skotlands á EM í kvöld.

Leikurinn var stopp í um sjö mínútur á meðan Varga fékk aðhlynningu á vellinum í Stuttgart.

Þetta leit alls ekki vel út og tjöldum var haldið fyrir á meðan þessi 29 ára leikmaður Ferencvaros fékk aðhlynningu. Samherjar hans voru skiljanlega mjög áhyggjufullir.

Ekki hafa enn borist fréttir af líðan Varga eftir þennan árekstur en hann var í baráttu um boltann eftir aukaspyrnu.

Ungverjar tryggðu sér sigurinn gegn Skotlandi í uppbótartíma.

Sjáðu atvikið
Athugasemdir
banner
banner
banner