Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fös 23. ágúst 2024 13:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Berg til Sádi-Arabíu (Staðfest)
Mættur til Sádi-Arabíu.
Mættur til Sádi-Arabíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson er genginn í raðir sádiarabíska liðsins Al-Orobah. Hann kemur til félagsins frá enska félaginu Burnley.

Hann er keyptur til Sádi-Arabíu en Burnley gefur ekki upp kaupverðið. Í færslu Burnley er Jóhanni þakkað fyrir sín störf hjá Burnley og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Þá er einnig sagt að 'JBG' verði alltaf í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins.

Jóhann Berg var í átta ár hjá Burnley en hann kom til félagsins frá Charlton sumarið 2016. Hann skoraði í kveðjuleik sínum með Burnley; skoraði fimmta mark liðsins gegn Cardiff um síðustu helgi, flott kveðjumark í uppbótartíma. Það var hans 200. deildarleikur með Burnley.

Félagaskiptin hafa legið í loftinu frá því á mánudag þegar fyrst var fjallað um það. Skiptin koma talsvert á óvart því íslenski landsliðsmaðurinn skrifaði undir nýjan samning við Burnley í júlí eftir að hafa yfirgefið rúmum mánuði áður.

Jóhann Berg er 33 ára, uppalinn hjá Breiðabliki og hefur sem atvinnumaður leikið með AZ Alkmaar, Charlton og Burnley. Hann á að baki 93 landsleiki og reynir nú fyrir sér í Sádi-Arabíu.

Á 433 er sagt frá því að Jóhann skrifi undir eins árs samning við Al-Orobah sem er nýliði í úrvalsdeildinni í Sádi. Portúgalinn Alvaro Pacheco er þjálfari liðsins og á meðal leikmanna er Jean Michael Seri sem er fyrrum leikmaður Fulham og Hull.


Athugasemdir
banner
banner
banner