fim 23. september 2021 10:22
Elvar Geir Magnússon
UEFA hefur tvöfaldað verðlaunafé á EM kvenna
Frá landsleik Íslands og Hollands á dögunum.
Frá landsleik Íslands og Hollands á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur tvöfaldað verðlaunaféð sem fer til þeirra liða sem taka þátt í EM kvenna á næsta ári. Ísland er meðal þátttökuliða og fær tvöfalt meira fyrir þátttöku sína en áætlað var.

Keppnin fer fram á Englandi og verður spiluð á tíu leikvöngum 6. - 31. júlí á næsta ári.

Verðlaunafé fer úr 8 milljónum evra upp í 16 milljónir.

Hækkunin er eftir stefnu UEFA sem snýst um að setja meiri pening í kvennafótbolta.

Þá hefur UEFA einnig sett 4,5 milljónir evra í verðlaun fyrir þau félagslið sem sleppa sínum leikmönnum í keppnina.

Enska knattspyrnusambandið stefnir á að selja 700 þúsund miða á mótið og gera það því að stærsta íþróttaviðburði kvenna í Evrópu í sögunni.

Leikvangarnir á EM kvenna:
Wembley (aðeins úrslitaleikurinn)
Old Trafford (opnunarleikurinn)
Amex Stadium, Brighton
Brentford Community Stadium
Manchester City Akademíuvöllurinn
Stadium MK, Milton Keynes
New York Stadium, Rotherham
Bramall Lane, Sheffield
St Mary's Stadium, Southampton
Leigh Sports Village
Athugasemdir
banner
banner