Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 23. september 2024 22:29
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Erfiður leikur á móti ótrúlega vel skipulögðu og vel mönnuðu Skaga liði. Við áttum mjög erfitt með að brjóta þessa 5-6 manna varnarlínu á bak aftur í fyrri hálfleik, en gerðum svo vel þegar þeir komu hærra á völlinn að fara í gegnum fyrstu pressuna og koma okkur í góðar stöður." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir að liðið hans vann ÍA 2-0 í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 ÍA

„Við breyttum aðeins nokkrum hlutum í hálfleik og mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög vel og skorum gott mark, tiltölulega snemma. Erum kannski klaufar að ganga ekki á lagið og gera út um leikinn í kjölfarið. En við gerðum vel að klára þetta."

Eftir að Breiðablik skorar fyrsta markið fá þeir nokkur mjög góð færi. Þeim mistekst að skora úr þeim og úr varð full spennandi loka mínútur fyrir þá.

„Það er auðvitað þannig á móti liðum sem eru svona ofboðslega skipulögð og varnarsinnuð. Þá er náttúrulega mjög mikilvægt að skora fyrsta markið og bíða eftir að þeir fari úr skipulaginu sínu, og reyna að ganga á lagið þá. Sem við klárlega fengum tækifæri til að gera. Nokkrir mögulega rangir dómar þar sem við erum í dauðafæri og aðstoðardómarinn er fljótur að flagga. Svo eru bara færi sem við gerum ekki nógu vel úr. En svo gerir Ísak bara frábærlega að klára þetta í lokin."

Þetta var fyrsti leikur Breiðabliks eftir skiptingu. Það eru þá 4 leikir eftir fyrir það og ljóst er að ef þeir vinna þá, þá verða þeir Íslandsmeistarar.

„Við förum inn í hvern einasta leik til að vinna, eins mikil klisja og það er, þá er það bara þannig."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner