Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
   mán 23. september 2024 22:29
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Erfiður leikur á móti ótrúlega vel skipulögðu og vel mönnuðu Skaga liði. Við áttum mjög erfitt með að brjóta þessa 5-6 manna varnarlínu á bak aftur í fyrri hálfleik, en gerðum svo vel þegar þeir komu hærra á völlinn að fara í gegnum fyrstu pressuna og koma okkur í góðar stöður." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir að liðið hans vann ÍA 2-0 í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 ÍA

„Við breyttum aðeins nokkrum hlutum í hálfleik og mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög vel og skorum gott mark, tiltölulega snemma. Erum kannski klaufar að ganga ekki á lagið og gera út um leikinn í kjölfarið. En við gerðum vel að klára þetta."

Eftir að Breiðablik skorar fyrsta markið fá þeir nokkur mjög góð færi. Þeim mistekst að skora úr þeim og úr varð full spennandi loka mínútur fyrir þá.

„Það er auðvitað þannig á móti liðum sem eru svona ofboðslega skipulögð og varnarsinnuð. Þá er náttúrulega mjög mikilvægt að skora fyrsta markið og bíða eftir að þeir fari úr skipulaginu sínu, og reyna að ganga á lagið þá. Sem við klárlega fengum tækifæri til að gera. Nokkrir mögulega rangir dómar þar sem við erum í dauðafæri og aðstoðardómarinn er fljótur að flagga. Svo eru bara færi sem við gerum ekki nógu vel úr. En svo gerir Ísak bara frábærlega að klára þetta í lokin."

Þetta var fyrsti leikur Breiðabliks eftir skiptingu. Það eru þá 4 leikir eftir fyrir það og ljóst er að ef þeir vinna þá, þá verða þeir Íslandsmeistarar.

„Við förum inn í hvern einasta leik til að vinna, eins mikil klisja og það er, þá er það bara þannig."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner