Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mán 23. september 2024 22:29
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Erfiður leikur á móti ótrúlega vel skipulögðu og vel mönnuðu Skaga liði. Við áttum mjög erfitt með að brjóta þessa 5-6 manna varnarlínu á bak aftur í fyrri hálfleik, en gerðum svo vel þegar þeir komu hærra á völlinn að fara í gegnum fyrstu pressuna og koma okkur í góðar stöður." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir að liðið hans vann ÍA 2-0 í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 ÍA

„Við breyttum aðeins nokkrum hlutum í hálfleik og mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög vel og skorum gott mark, tiltölulega snemma. Erum kannski klaufar að ganga ekki á lagið og gera út um leikinn í kjölfarið. En við gerðum vel að klára þetta."

Eftir að Breiðablik skorar fyrsta markið fá þeir nokkur mjög góð færi. Þeim mistekst að skora úr þeim og úr varð full spennandi loka mínútur fyrir þá.

„Það er auðvitað þannig á móti liðum sem eru svona ofboðslega skipulögð og varnarsinnuð. Þá er náttúrulega mjög mikilvægt að skora fyrsta markið og bíða eftir að þeir fari úr skipulaginu sínu, og reyna að ganga á lagið þá. Sem við klárlega fengum tækifæri til að gera. Nokkrir mögulega rangir dómar þar sem við erum í dauðafæri og aðstoðardómarinn er fljótur að flagga. Svo eru bara færi sem við gerum ekki nógu vel úr. En svo gerir Ísak bara frábærlega að klára þetta í lokin."

Þetta var fyrsti leikur Breiðabliks eftir skiptingu. Það eru þá 4 leikir eftir fyrir það og ljóst er að ef þeir vinna þá, þá verða þeir Íslandsmeistarar.

„Við förum inn í hvern einasta leik til að vinna, eins mikil klisja og það er, þá er það bara þannig."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner