Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
banner
   mán 23. september 2024 22:29
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Erfiður leikur á móti ótrúlega vel skipulögðu og vel mönnuðu Skaga liði. Við áttum mjög erfitt með að brjóta þessa 5-6 manna varnarlínu á bak aftur í fyrri hálfleik, en gerðum svo vel þegar þeir komu hærra á völlinn að fara í gegnum fyrstu pressuna og koma okkur í góðar stöður." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir að liðið hans vann ÍA 2-0 í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 ÍA

„Við breyttum aðeins nokkrum hlutum í hálfleik og mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög vel og skorum gott mark, tiltölulega snemma. Erum kannski klaufar að ganga ekki á lagið og gera út um leikinn í kjölfarið. En við gerðum vel að klára þetta."

Eftir að Breiðablik skorar fyrsta markið fá þeir nokkur mjög góð færi. Þeim mistekst að skora úr þeim og úr varð full spennandi loka mínútur fyrir þá.

„Það er auðvitað þannig á móti liðum sem eru svona ofboðslega skipulögð og varnarsinnuð. Þá er náttúrulega mjög mikilvægt að skora fyrsta markið og bíða eftir að þeir fari úr skipulaginu sínu, og reyna að ganga á lagið þá. Sem við klárlega fengum tækifæri til að gera. Nokkrir mögulega rangir dómar þar sem við erum í dauðafæri og aðstoðardómarinn er fljótur að flagga. Svo eru bara færi sem við gerum ekki nógu vel úr. En svo gerir Ísak bara frábærlega að klára þetta í lokin."

Þetta var fyrsti leikur Breiðabliks eftir skiptingu. Það eru þá 4 leikir eftir fyrir það og ljóst er að ef þeir vinna þá, þá verða þeir Íslandsmeistarar.

„Við förum inn í hvern einasta leik til að vinna, eins mikil klisja og það er, þá er það bara þannig."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner