Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
   mán 23. september 2024 22:29
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Erfiður leikur á móti ótrúlega vel skipulögðu og vel mönnuðu Skaga liði. Við áttum mjög erfitt með að brjóta þessa 5-6 manna varnarlínu á bak aftur í fyrri hálfleik, en gerðum svo vel þegar þeir komu hærra á völlinn að fara í gegnum fyrstu pressuna og koma okkur í góðar stöður." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir að liðið hans vann ÍA 2-0 í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 ÍA

„Við breyttum aðeins nokkrum hlutum í hálfleik og mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög vel og skorum gott mark, tiltölulega snemma. Erum kannski klaufar að ganga ekki á lagið og gera út um leikinn í kjölfarið. En við gerðum vel að klára þetta."

Eftir að Breiðablik skorar fyrsta markið fá þeir nokkur mjög góð færi. Þeim mistekst að skora úr þeim og úr varð full spennandi loka mínútur fyrir þá.

„Það er auðvitað þannig á móti liðum sem eru svona ofboðslega skipulögð og varnarsinnuð. Þá er náttúrulega mjög mikilvægt að skora fyrsta markið og bíða eftir að þeir fari úr skipulaginu sínu, og reyna að ganga á lagið þá. Sem við klárlega fengum tækifæri til að gera. Nokkrir mögulega rangir dómar þar sem við erum í dauðafæri og aðstoðardómarinn er fljótur að flagga. Svo eru bara færi sem við gerum ekki nógu vel úr. En svo gerir Ísak bara frábærlega að klára þetta í lokin."

Þetta var fyrsti leikur Breiðabliks eftir skiptingu. Það eru þá 4 leikir eftir fyrir það og ljóst er að ef þeir vinna þá, þá verða þeir Íslandsmeistarar.

„Við förum inn í hvern einasta leik til að vinna, eins mikil klisja og það er, þá er það bara þannig."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner