City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
banner
   mán 23. september 2024 22:14
Elvar Geir Magnússon
Gummi Torfa: Enginn fótur fyrir þessum sögusögnum
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir að enginn fótur sé fyrir þeim sögusögnum að Valur hafi rætt við Rúnar Kristinsson þjálfara liðsins.

Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur á Stöð 2 Sport, sagði í hlaðvarpsþættinum Gula spjaldið hafa heyrt að Valsmenn væru búnir að hlera Rúnar og kanna hug hans á því að taka við fyrir næsta tímabil.

„Það er enginn fótur fyrir þessu," segir Guðmundur Torfason og undrar sig á því hvernig þessi saga fer í gang. Hann segist bæði hafa rætt við Börk Edvardsson formann Vals og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í þessari kjaftasögu.

Guðmundur Benediktsson sagði í útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld að hann hefði sjálfur heyrt að Valur hefði áhuga á að fá Rúnar og greindi frá því að hann hefði í kjölfarið hringt sjálfur í Börk í síðustu viku.

„Hann neitaði því að það hefðu átt sér stað einhver samskipti þar á milli. Það væri ekki í plönunum, en sagði engu að síður að fótboltinn væri skrítinn og það réðist oftar en ekki á úrslitum hvað gerist," sagði Gummi Ben um samtal sitt við Börk.

Srdjan Tufegdzic, Túfa, var ráðinn þjálfari Vals í sumar og gerði þá þriggja ára samning. Valur styrkti stöðu sína í þriðja sæti Bestu deildarinnar í kvöld með jafntefli gegn Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner