Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 23. október 2021 10:20
Aksentije Milisic
„Tækifæri fyrir Havertz og Hudson-Odoi að stíga upp"
Mynd: EPA
„Þetta er stórt tækifæri, ekki eitthvað smá tækifæri. Romelu spilar margar mínútur. Timo Werner spilar margar mínútur. Núna er augnablikið til að stíga upp, ekki flóknara en það," sagði Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, um Kai Havertz og Callum Hudson-Odoi.

Romelu Lukau og Timo Werner meiddust báðir í Meistaradeild Evrópu í miðri viku og þá er Christian Pulisic ennþá meiddur hjá þeim bláklæddum.

Því munu Kai Havertz og Callum Hudson-Odoi fá tækifæri til að sýna sig og sanna en Chelsea leik gegn Norwich í hádeginu í dag. Tuchel vill sjá þessa leikmenn grípa tækifærið og nýta sér það í botn.

„Þetta er það sem þeir hafa verið að bíða eftir. Núna hafa þeir ábyrgð, þeir verða að sýna eitthvað. Þeir hafa traust frá okkur og þetta er undir þeim komið."

Hudson-Odoi hefur spilað aðeins meira en tveggja klukkustunda fótbolta í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og vill stjórinn sjá hann nýta tækifærið sem mun koma á næstunni.

Leikur Chelsea og Norwich hefst klukkan 11:30 á Stamford Bridge.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner