Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 23. nóvember 2017 15:15
Magnús Már Einarsson
Elín Metta rifti samningi við Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Elín Metta Jensen rifti samningi sínum við Val á dögunum og ekki er ljóst hvar hún mun spila næsta sumar.

Elín Metta ætlar að leika áfram á Íslandi en hún segir að það skýrist fljótlega hvort hún semji aftur við Val eða annað félag.

„Þetta kemur í ljós mjög fljótlega," sagði Elín Metta við Fótbolta.net í dag.

Elín Metta er uppalin í Val og hefur lengi verið í lykilhlutverki hjá liðinu þrátt fyrir ungan aldur.

Hin 22 ára gamla Elín Metta var næstmarkahæst í Pepsi-deildinni í sumar með sextán mörk í sautján leikjum.

Hún hefur einnig skorað átta mörk í 32 leikjum með A-landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner