Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 15:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óli Valur skrifar undir fjögurra ára samning við Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Breiðablik

Óli Valur Ómarsson er genginn til liðs við Íslandsmeistara Breiðabliks en hann kemur frá sænska liðinu Sirius. Hann gerir fjögurra ára samning við félagið.


Hann var á láni hjá uppeldisfélaginu sínu, Stjörnunni, í sumar.

Óli Valur er 21 árs hægri bakvörður sem getur einnig spilað á kantinum. Hann átti gott tímabil með Stjörnunni, spilaði sérstaklega vel þegar leið á. Hann var keyptur til Sirius frá Stjörnunni um mitt sumar 2022 en náði ekki að springa út og stimpla sig almennilega inn hjá sænska félaginu.

Óli Valur hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands, alls 28 leiki og skorað í þeim 2 mörk

Þessi félagaskipti hafa verið í umræðunni síðustu daga en talið er að hann sé dýrasti leikmaður sem íslenskt félag hefur borgað fyrir.


Athugasemdir
banner
banner
banner