Nígería 2 - 1 Tansanía
1-0 Semi Ajayi ('36 )
1-1 Charles M'Mombwa ('50 )
2-1 Ademola Lookman ('52 )
1-0 Semi Ajayi ('36 )
1-1 Charles M'Mombwa ('50 )
2-1 Ademola Lookman ('52 )
Nígeríumenn, sem höfnuðu í öðru sæti í síðustu Afríkukeppni, fara vel af stað í keppninni í ár en þjóðin vann 2-1 sigur á Tansaníu í Marokkó í kvöld.
Semi Ajayi, varnarmaður Hull City í ensku B-deildinni kom Nígeríumönnum yfir á 36. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu sem var spiluð stutt og síðan út á Alex Iwobi sem kom boltanum inn á teiginn á Ajayi sem skoraði.
Tansanía, sem er að taka þátt í fimmta sinn, tókst að jafna metin á 50. mínútu. Rangstöðugildra Nígeríu gekk ekki upp og komst Charles M'Mombwa einn á móti markmanni eftir fyrirgjöf frá vinstri og setti hann boltann í fyrstu snertingu í netið.
Gleði þeirra varði ekki lengi því aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Ademola Lookman snyrtilegt sigurmark með föstu skoti fyrir utan teig. Önnur stoðsending Iwobi í leiknum.
Nígeríumenn fara á toppinn í C-riðli með 3 stig en Tansanía án stiga. Túnis og Úganda mætast í hinum leik riðilsins klukkan 20:00 í kvöld.
Lookman has been a very different player since they sacked that coach who assaulted him #SuperEagles pic.twitter.com/LxVX366p2x
— Victor?????????? (@Victor111111001) December 23, 2025
Athugasemdir



