Landsliðskonan Amanda Andradóttir hefur rift samningi sínum við hollenska félagið Twente.
Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum félagsins.
Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum félagsins.
Þar segir: „Íslenska landsliðskonan hefur ákveðið, í samráði við félagið, að rifta samningi sínum við FC Twente."
Amanda gekk í raðir Twente sumarið 2024 og spilaði 35 leiki fyrir félagið. Í þessum leikjum skoraði hún fjögur mörk og lagði upp sex.
Amanda varð þrefaldur meistari með Twente á síðasta tímabili en hún hefur verið inn og út úr liðinu að undanförnu.
Það verður spennandi að sjá hvað hún tekur sér fyrir hendur næst en Amanda á að baki 26 leiki fyrir Íslands hönd. Í þessum leikjum hefur hún skorað tvö mörk.
Athugasemdir



