Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   þri 23. desember 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Carragher valdi lið tímabilsins til þessa - Þrír frá Arsenal
Jamie Carragher valdi lið tímabilsins til þessa
Jamie Carragher valdi lið tímabilsins til þessa
Mynd: EPA
Gabriel er í liði Carragher og stuðningsmanna
Gabriel er í liði Carragher og stuðningsmanna
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Jamie Carragher valdi besta lið tímabilsins í fyrri hlutanum á Sky Sports í gær en þrír leikmenn koma frá toppliði Arsenal.

Robin Roefs, markvörður Sunderland, er í markinu í liði Carragher, en Sunderland er með tvo fulltrúa. Granit Xhaka er hinn fulltrúinn, en hann kom til félagsins frá Bayer Leverkusen í sumar.

Gabriel, Riccardo Calafiori og Declan Rice eru fulltrúar Arsenal en ekkert lið er með fleiri fulltrúa.

Erling Haaland er fremstur með þá Antoine Semenyo og Morgan Rogers á köntunum og Bruno Fernandes í holunni.

Palace-mennirnir Marc Guehi og Daniel Munoz taka sér þá sæti í vörninni.

Stuðningsmenn fengu þá að kjósa um lið ársins og var það einnig birt.

Sex leikmenn úr liði Carragher voru í því lið, en það eru þeir Roefs, Gabriel, Xhaka, Rice, Semenyo og Haaland. Stuðningsmenn völdu þá Daniel Ballard, varnarmann Sunderland, Jurrien Timber hjá Arsenal, Tyrick Mitchell úr Crystal Palace og Phil Foden í liðið.

Lið Carragher: Robin Roefs (Sunderland), Daniel Munoz (Crystal Palace), Marc Guehi (Crystal Palace), Gabriel (Arsenal), Riccardo Calafiori (Arsenal), Granit Xhaka (Sunderland), Declan Rice (Arsenal), Antoine Semenyo (Bournemouth), Morgan Rogers (Aston Villa), Bruno Fernandes (Man Utd) Erling Haaland (Man City).

Lið stuðningsmanna: Robin Roefs (Sunderland), Jurrien Timber (Arsenal), Daniel Ballard (Sunderland), Gabriel (Arsenal), Tyrick Mitchell (Crystal Palace), Granit Xhaka (Sunderland), Declan Rice (Arsenal), Phil Foden (Man City), Antoine Semenyo (Bournemouth), Erling Haaland (Man City).


Athugasemdir
banner
banner
banner