Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 23. desember 2025 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Dyche tjáir sig um ákvörðun Guardiola - „Ætlar hann að stíga á vigtina?“
Sean Dyche, stjóri Forest
Sean Dyche, stjóri Forest
Mynd: EPA
Pep Guardiola mun vigta leikmenn eftir jólafríið
Pep Guardiola mun vigta leikmenn eftir jólafríið
Mynd: EPA
Sean Dyche, stjóri Nottingham Forest, var heldur hissa yfir ummælum kollega síns hjá Manchester City, Pep Guardiola, sem talaði um að allir leikmenn yrðu vigtaðir eftir hátíðirnar og að sömu reglur eigi að gilda yfir alla hjá félaginu.

Guardiola mun láta alla leikmenn vigta sig þegar jólahátíðinni lýkur til að passa það að menn mæti í toppformi fyrir erfiða törn.

Dyche, sem er af gamla skólanum, er ekki sammála þessari harðstjórn hjá spænska stjóranum.

„Ætlar Pep að stíga vigtina? Haldið þið það?“ grínaðist og spurði Dyche.

„Ég segi bara eins og ég hef alltaf sagt við leikmennina. Það stendur á vegabréfinu ykkar að þið séuð atvinnumenn í fótbolta. Allir vilja vera fótboltamenn, en hvað um sjálfa atvinnumennskuna?“

„Leikmennirnir þurfa bara að hafa almenna skynsemi. Það skiptir mig engu þó þeir borði jólamat. Af hverju ekki?“

„Stundum er sálfræðin jafn mikilvæg og allt annað þegar það kemur að íþróttamönnum en innan vissra marka vill maður auðvitað að þeir njóti sína á jóladag. Auðvitað vil ég það því þetta er stór hluti í lífi þeirra.“

„Það er alveg óhætt að segja að ég tel líkamsástandið alveg mikilvægt, en ég er ekki með þráhyggju yfir þyngd og öllu því, en ég er með auga á því.“

„Við munum hvetja þá til að njóta dagsins. Þeir fá frí en verða að nota almenna skynsemi. Þessir leikmenn sem eru að koma í gegnum akademíuna eiga allir að vita hvað þeir eiga að borða, hvenær og hvernig á að hugsa um sig, þurfa góðan svefn og allt það,“
sagði Dyche.
Athugasemdir
banner
banner