Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 23. desember 2025 19:36
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid lánar Endrick til Lyon (Staðfest)
Endrick spilar með Lyon seinni hluta tímabilsins
Endrick spilar með Lyon seinni hluta tímabilsins
Mynd: Lyon
Spænska félagið Real Madrid hefur lánað brasilíska sóknarmanninn Endrick til Lyon út tímabilið en þetta var staðfest á samfélagsmiðlum Lyon í kvöld.

Endrick er 19 ára gamall og kom til Real Madrid frá Palmeiras á síðasta ári.

Þá var hann titlaður sem efnilegasti leikmaður heims og voru öll augu á honum fyrir síðustu leiktíð.

Hann fékk því miður fá tækifæri til að sýna sig undir stjórn Carlo Ancelotti og þá hefur hann ekki heldur verið í myndinni hjá Xabi Alonso.

Real Madrid samþykkti að lána hann til Lyon út þetta tímabil, en aðeins um hreint lán er að ræða og mun hann snúa aftur til Madrídinga í sumar.

Endrick horfir á þetta lán til að fá meiri spiltíma til að eiga möguleika á að komast með Brasilíu á HM á næsta ári.

Hann gæti þreytt frumraun sína með Lyon gegn Mónakó 3. janúar.

Lyon er í 5. sæti frönsku deildarinnar með 27 stig.


Athugasemdir
banner
banner