Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 23. desember 2025 12:30
Kári Snorrason
„Það góður að ég þarf að senda hann í lyfjapróf“
Harry Howell kom við sögu gegn Liverpool á síðasta tímabili.
Harry Howell kom við sögu gegn Liverpool á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
Fabian Hurzeler, Þjálfari Brighton, var léttur á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Arsenal. Þar var hann spurður um ungan leikmann liðsins, Harry Howell, og hvort að hann væri mögulega á förum í janúar.

Howell hefur ekki fengið að spreyta sig í úrvalsdeildinni á tímabilinu og hefur hann verið orðaður hin ýmsu félög, þar á meðal Bayer Leverkusen. Hurzeler hrósaði leikmanninnum í hástert.

„Harry er með hátt þak og getur orðið máttarstólpur fyrir okkur í framtíðinni. En fyrst og fremst snýst þetta um vinnu. Þetta snýst um mikla vinnu.

Þetta snýst um að skila sínu á hverjum einasta degi og á hverri einustu æfingu. Ég þarf nánast að fara inn og hugsa um að senda hann í lyfjapróf því hann var svo góður á æfingum,“
sagði stjórinn.

Hurzeler sagði að opið samtal hefði átt sér stað við leikmanninn og umboðsmann hans en átti þá ekki von á að leikmaðurinn myndi fara.

Athugasemdir
banner