Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
banner
   þri 23. desember 2025 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Tólfta mark Benzema á tímabilinu
Mynd: EPA
Karim Benzema er að skila frábærum tölum með Al Ittihad í Sádi-Arabíu en hann skoraði tólfta mark sitt í 1-0 sigri liðsins á Nasaf Qarshi í deildarkeppni Meistaradeildar Asíu í kvöld.

Frakkinn skoraði eina markið á 57. mínútu eftir stoðsendingu frá Roger.

Roger kom með fyrirgjöfina frá vinstri og á fjær á Benzema sem gerði það sem hann gerir best og stýrði boltanum örugglega í nærhornið.

Þetta var tólfta mark hans í þrettánda leiknum sem hann spilar á tímabilinu.

Al Ittihad kom sér þá upp í 6. sæti með 9 stig og í mjög góðum málum varðandi framhaldið, en efstu átta fara áfram í úrslitakeppnina.


Athugasemdir
banner
banner