Karim Benzema er að skila frábærum tölum með Al Ittihad í Sádi-Arabíu en hann skoraði tólfta mark sitt í 1-0 sigri liðsins á Nasaf Qarshi í deildarkeppni Meistaradeildar Asíu í kvöld.
Frakkinn skoraði eina markið á 57. mínútu eftir stoðsendingu frá Roger.
Roger kom með fyrirgjöfina frá vinstri og á fjær á Benzema sem gerði það sem hann gerir best og stýrði boltanum örugglega í nærhornið.
Þetta var tólfta mark hans í þrettánda leiknum sem hann spilar á tímabilinu.
Al Ittihad kom sér þá upp í 6. sæti með 9 stig og í mjög góðum málum varðandi framhaldið, en efstu átta fara áfram í úrslitakeppnina.
Le 4ème but de Karim Benzema en LDC asiatique
— Benzelebronista (@Benzelebronista) December 23, 2025
Son 12ème TCC cette saison pic.twitter.com/D5O6DKE4ol
Athugasemdir



