Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 24. janúar 2021 19:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grikkland: Tvö jafntefli og einn sigur hjá Íslendingaliðunum
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Getty Images
Það voru þrjú Íslendingalið í eldlínunni í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn fyrir PAOK í jafntefli á heimavelli gegn AEK Aþenu. Sverrir hefur skorað mikið að undanförnu en lét það vera í dag.

PAOK lenti tvisvar undir í leiknum en kom tvisvar til baka og jafnaði. Lokatölur 2-2 og er PAOK í þriðja sæti, stigi á eftir AEK sem er í öðru sæti.

Á toppnum er Olympiakos með 11 stiga forystu. Olympiakos vann 1-0 útisigur á Atromitos í dag en Ögmundur Kristinsson var ekki í hóp hjá toppliðinu.

Theódór Elmar Bjarnason kom þá inn á sem varamaður á 67. mínútu er Lamia gerði markalaust jafntefli við Panaitolikos. Lamia er á botni deildarinnar með sjö stig eftir 16 leiki. Liðið hefur gert jafntefli í tveimur leikjum í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner