Halldór Mar er leikmaður KF sem hefur einnig leikið með Völsungi. Hann á alls að baki fimmtíu leiki í deild og bikar. Í þeim hefur Halldór skorað tvö mörk.
Á síðustu leiktíð skoraði hann eitt mark í sextán leikjum þegar KF hristi af sér allar hrakspár og endaði í sjötta sæti 2. deildar. Í dag sýnir Halldór á sér hina hliðina.
Á síðustu leiktíð skoraði hann eitt mark í sextán leikjum þegar KF hristi af sér allar hrakspár og endaði í sjötta sæti 2. deildar. Í dag sýnir Halldór á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Halldór Mar Einarsson
Gælunafn: Dóri Mar
Aldur: 22 ára
Hjúskaparstaða: Lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2016 í Lengjunni með Þór og svo fyrsti deildarleikur með Völsungi 2017
Uppáhalds drykkur: Burn
Uppáhalds matsölustaður: Fæ mér serrano sirka 4-6 sinnnum í viku þannig verð að gefa þeim heiðurinn
Hvernig bíl áttu: Mözdu CX3
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders
Uppáhalds tónlistarmaður: Get ómögulega valið á milli Pop Smoke og Ozuna
Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football, missi ekki af einum einasta þætti.
Fyndnasti Íslendingurinn: Auðunn Blöndal
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Mars og tvöfalt tromp
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: farðu varlega.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ka
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hallgrímur Mar hefur gert mér lífið leitt alltof oft á Kjarnafæðismotinu
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Dragan Stojanovic og Milo tveir serbar sem maður hefur lært helling af, verð að gefa Ármanni Pétri og Garðari Marvin shout lika.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þarna fær Ármann Pétur Ævarsson annað shout, held að langflestir sem hafa spilað á móti honum séu sammála mér.
Sætasti sigurinn: Lengjubikarinn með Völsungi 2018.
Mestu vonbrigðin: 2014 klúðraði ég víti í vító í úrslitaleik um bikarinn gegn ka, það situr ennþá í mér þar sem við komum til baka manni færri úr 2-0 og náðum í vító.
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Birkir Heimisson myndi koma með þennan "feitur með gæði" inná miðjuna sem öll lið þurfa á að halda.
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Jakob Franz í Þór, Jóhanna og Halla tvíburar í Völsungi verða rosalegar.
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Atli Barkarson er ofboðslega myndarlegur og ekki skemmir skrokkurinn á drengnum.
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Thelma Lóa
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Sævar Fylkis by a mile….
Uppáhalds staður á Íslandi: Tjörnesið
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: 2017 í leik með öðrum flokk Völsungs gegn Grindavík fóru 5 rauð spjöld á loft ýmist í leiknum eða eftir leik. Ég reið á vaðið og náði í fyrsta rauða, eftir það fengu þeir hin 4 rauðu spjöldin. Eitt spjaldanna hjá þeim var mér eftirminnilegt því markmaðurinn hjá þeim tók sig til eftir leik og arkaði að dómaranum hrækti í lófann á sér og reyndi að taka í spaðann á honum.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fylgist svona aðeins bara með öllu nánast en svona mest sennilega með NBA
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Vaporinn alltaf
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Þýskan varð mér að falli
Vandræðalegasta augnablik: Það var nú ekki vandræðalegt á þeim tíma en í 3. flokki fór ég að rífast við Arnór Sigurðsson sem endaði einhvernveginn þannig að ég sagði að hann yðri adrei neitt og gæti ekki neitt. Í dag er hann í CSKA og ég meðalleikmaður í KF. Það verður að hafa það.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki tvo vel heilsteypta þá Alexander Ívan og Jakob Snæ þeir gætu reddað helviti mörgu. Svo þarf ég að taka einn vitleysing með mér og ætli ég taki ekki Bjarka Þór Viðarsson sem myndi koma með allskonar vitleysu.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er að verða 23 ára og ekki enn búinn að læra að borða grænmeti.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hákon Hilmarsson, enda þekkti ég hann einungis fyrir að vera hrotti inná vellinum og meiða sirka 1-3 leikmenn í hverjum leik. Algjört ljúfmenni þegar við erum ekki að keppa og myndi ekki gera flugu mein.
Hverju laugstu síðast: Líklega þegar ég sagði við strákana að gæjinn sem drap mig í Warzone væri "ONE SHOT"
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta drep leiðinlegt, erum full mikið í því núna.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja eiganda .net hvenær Anton Freyr jónsson fái að taka við þessu batteríi, enda geitin á .net
Athugasemdir