Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mán 24. janúar 2022 11:38
Elvar Geir Magnússon
Everton heldur áfram að funda með Pereira
Everton heldur áfram að funda með Vítor Pereira, fyrrum stjóra Fenerbahce og Porto, í dag en hann er nú talinn líklegastur til að taka við enska úrvalsdeildarliðinu.

Pereira stýrði Porto tvisvar til sigurs í portúgölsku úrvalsdeildinni, 2012 og 2013. Síðan hefur hann verið á ferðalagi um heiminn og þjálfað í Sádí-Arabíu, Grikklandi, Tyrklandi, Þýskalandi og Kína. Síðast stýrði hann Fenerbahce í Tyrklandi en er sem stendur án starfs.

Pereira er sagður hafa heillað Fahrad Moshiri, eiganda Everton, upp úr skónum í viðtali fyrir starfið .

Pereira hefur áður verið á blaði hjá Everton, 2013 og eftir að Marco Silva fór 2019.

Í desember 2017 var hann ráðinn til 1860 München í Þýskalandi til að reyna að bjarga liðinu frá falli úr B-deildinni en liðið féll eftir umspil.

Everton er komið í fallbaráttu eftir tap gegn Aston Villa á laugardaginn. Bráðabirgðastjórinn Duncan Ferguson stýrði liðinu eftir að Rafa Benítez var rekinn fyrir um viku síðan.

Roberto Martínez var fyrsti kostur Everton en belgíska fótboltasambandið tók ekki í mál að hann yrði stjóri Everton meðfram því að þjálfa landslið Belgíu.

Wayne Roone, Niko Kovac og Frank Lampard hafa einnig verið orðaðir við starfið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner