Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 24. janúar 2022 18:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vinstri bakvörður í markinu hjá Kómoreyjum í kvöld
Kómoreyjar og Kamerún eigast nú við í 16 liða úrslitum Afríkukeppninnar.

Það vekur athygli að vinstri bakvörðurinn Chaker Alhadhur er í markinu. Það er vegna þess að Salim Ben Boina markvörður liðsins meiddist í loka leik riðilsins gegn Gana.

Þá eru hinir tveir markmenn liðsins báðir með Covid.

Þetta er fyrsti leikur Alhadhur á mótinu, hann bjóst sennielga ekki við að þreyta frumraun sína í markinu.

Reglur mótsins segja til um að ef 13 leikmenn eru leikfærir verði liðið að spila, sama hvort markvörður sé klár eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner