Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. mars 2023 23:21
Ívan Guðjón Baldursson
Þrír lykilmenn framlengja við KF
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Knattspyrnufélagið Fjallabygð er búið að semja við þrjá lykilmenn um að leika áfram með félaginu.


Einn þeirra er fyrirliðinn sjálfur, Grétar Áki Bergsson, sem er jafnframt leikjahæsti leikmaður liðsins með tæpa 200 leiki að baki. Grétar er fæddur 1996 og er að spila sitt ellefta tímabil með meistaraflokki.

Annar er Þorsteinn Már Þorvaldsson sem hefur spilað fyrir KF allan meistaraflokksferilinn. Þorsteinn er fæddur 2001 og ólst upp hjá KA áður en hann færði sig um set.

Sá þriðji er Ljubomir Delic sem hefur leikið með KF frá komu sinni til Íslands fyrir sex árum síðan. Ljuba, fæddur 1995, er gífurlega mikilvægur hlekkur í liði Ólafsfirðinga.

„Það ríkir svo sannarlega gleði í Fjallabyggð þessa dagana þegar svona gullmolar framlengja við félagið sem við elskum öll!" segir meðal annars í tilkynningu frá KF á samfélagsmiðlum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner