Varnarmaðurinn Þorbjörg Jóna er á leið í sitt þriðja tímabil með Aftureldingu en hún kom frá uppeldisfélaginu Einherja fyrir tímabilið 2023. Hún hefur leikið með Fjarðabyggð, Einherja, Grindavík og Aftureldingu á sínum ferli.
Hún á að baki 189 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað fjögur mörk. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.
Hún á að baki 189 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað fjögur mörk. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir
Gælunafn: Þobba/Tobba/TJ
Aldur: 28 ára
Hjúskaparstaða: Lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Spilaði minn fyrsta meistaraflokksleik 2014 með Fjarðabyggð, ég man voða lítið eftir þessum leik ef ég á að vera hreinskilin.
Uppáhalds drykkur: Nocco ramonade og svo bara ískalt vatn
Uppáhalds matsölustaður: Tokyo sushi
Uppáhalds tölvuleikur: Spila ekki tölvuleiki
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Grey’s anatomy, Desperate Housewives eða góðir heimildaþættir.
Uppáhalds tónlistarmaður: Billie Eilish
Uppáhalds hlaðvarp: Eitthvað gott morðpodcast, hlusta sennilega mest á morðskúrinn.
Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram eða tiktok
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Vísir.is
Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi jr fær þann titil
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “can i call you later?” frá mömmu
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég held að það sé ekkert lið sem ég myndi aldrei spila með, mögulega FHL.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: örugglega bara Sammy Smith
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Held ég verði að segja Perry og Toni.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: enginn sem mér dettur í hug
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Mamma og pabbi.
Sætasti sigurinn: kannski ekki sætur sigur, en sennilega bara þegar við unnum okkar fyrsta leik eftir að við stofnuðum mfl kvk aftur hjá Einherja
Mestu vonbrigðin: Ég held bara hvernig tímabilið í fyrra endaði hjá okkur, byrjaði svo vel.
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég hef oft reynt að fá Borghildi Arnarsdóttir til að spila með okkur, það væri draumur í dós að spila aftur með litlu systur minni
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Hólmfríður Birna Hjaltested , ungur leikmaður sem er búin að vera æfa og keppa með okkur, verður spennandi að fylgjast með henni
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: besti vinur minn hann Viktor Daði Sævaldsson, hann er fjallmyndarlegur
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Borghildur Arnarsdóttir litla systir mín
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Að það sé ekki skylda að vera með legghlífar, þær eru bara fyrir mér.
Uppáhalds staður á Íslandi: Vopnafjörður, alltaf gott að fara heim.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Anna Pálína tæklaði dómara í leik um daginn
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ég held ekki, ég reyni bara að borða alltaf það sama fyrir leiki.
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já mér finnst gaman að horfa á flestar íþróttir, fylgist svo sem ekki með neinu að viti en gaman að horfa á allt.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike tiempo
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Örugglega bara ensku.
Vandræðalegasta augnablik: örugglega bara þegar við vorum að byrja með mfl kvk hjá Einherja, vorum að að vinna með að tapa mjög stórt
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ég myndi bjóða Viktori Daða og láta hann svo elda fyrir okkur, hann er rosalegur í eldhúsinu. Svo myndi ég örugglega bjóða Hlín og Elízu þá væri allavega mikið gaman og mikið hlegið
Bestur/best í klefanum og af hverju: Elíza og Hlín, þær eru alvöru stemningskonur, koma mér alltaf í gott skap, svo líka shoutout á Andreu hún er alltaf redda manni ef maður gleymir einhverju fyrir æfingu
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég væri til í að sjá Elízu í Survivor, hún er alltaf að kenna mér einhver ný trix og ég hreinlega veit ekki hvar ég væri án hennar. Hún myndi sennilega vinna. Svo væri líka örugglega veisla að sjá Katrínu og Sögu Líf í Love island.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: kannski ekki sturlað, en ég er háð vaselíni, er alltaf með 2-3 dollur með mer, væri helst til í að vera með eina í vasanum inn á vellinum
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ég held ég verði að segja Hlín, hún er mjög skemmtileg og rugluð. En það er ekki gaman að vera á móti henni í liði.
Hverju laugstu síðast: Ég ángríns kann varla að ljuga.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Ég held ég verði að segja upphitun.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: kannski ekki spurning en ég myndi biðja Ömmu minni heitinni um að kenna mer að baka frægu gerbollurnar hennar
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Ég vil sjá sem flesta á vellinum, áfram Afturelding
Athugasemdir