Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. maí 2023 23:31
Brynjar Ingi Erluson
Læsti sig inni í bíl eftir að Van Nistelrooy tilkynnti að hann væri hættur
Mynd: EPA
Ekki tóku allir vel í þær fréttir þegar Ruud van Nistelrooy tilkynnti leikmannahópi PSV Eindhoven að hann væri hættur með liðið en þetta kemur fram á ESPN.

Van Nistelrooy tók við PSV fyrir tímabilið og tókst að gera ótrúlega hluti.

Hann vann Ofurbikar Hollands og bikarkeppnina þar í landi á tímabilinu og náði því besta úr mörgum leikmönnum liðsins.

Í dag tilkynnti hann leikmönnum að hann væri hættur með liðið og sagðist þá ekki hafa fengið nægilega mikinn stuðning, bæði frá stjórn og leikmönnum. Einn leikmaður brjálaðist þegar hann tilkynnti leikmönnum fréttirnar.

Ibrahim Sangare, miðjumaður liðsins, hljóp út úr klefanum í reiðiskasti og læsti sig síðan inni í bifreið sinni fyrir utan æfingasvæðið.

„Þeir þurftu að fara út og ná í hann. Hann var brjálaður yfir brotthvarfi Van Nistelrooy,“ sagði blaðamaðurinn Milan van Dongen.

Miðlar í Hollandi greindu frá því að Xavi Simons, leikmaður PSV, hafi kvartað yfir Van Nistelrooy en leikmaðurinn hafnar þeim ásökunum.
Athugasemdir
banner
banner