Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mán 24. júní 2024 09:10
Elvar Geir Magnússon
Bayern vill Bernardo Silva - Ensk félög horfa til Kimmich
Powerade
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: Getty Images
Kimmich í ensku úrvalsdeildina?
Kimmich í ensku úrvalsdeildina?
Mynd: Getty Images
Maximilian Beier.
Maximilian Beier.
Mynd: EPA
Fótboltaveisla ríkir um þessar mundir og hægt að horfa á boltann allan sólarhringinn. Íslenski boltinn, Evrópumótið og Copa America. Milli leikja er svo hægt að renna yfir helsta slúðrið í boltanum.

Bayern München hefur áhuga á að fá til sín portúgalska landsliðsmanninn Bernardo Silva (29) sem er með 50 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum við Manchester City, sem enn eru tvö ár eftir. (Star)

Manchester United og Liverpool hafa bæði gert tilboð í Leny Yoro (18) hjá Lille en franski varnarmaðurinn vill ganga til liðs við Real Madrid. (Marca)

Liverpool, Manchester City og Arsenal eru á meðal fimm félaga sem enn eru að horfa til Joshua Kimmich (29) ef þýski miðjumaðurinn/bakvörðurinn yfirgefur Bayern München. (Sky Sport Þýskalandi)

Borussia Dortmund er mjög nálægt því að ná munnlegu samkomulagi við Pascal Gross (33) en þýski miðjumaðurinn á eitt ár eftir af samningi sínum við Brighton. (Sky Sport Þýskalandi)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gæti átt á hættu að styggja nokkra af eldri leikmönnum sínum ef félagið sækist eftir Nico Williams (21), spænska kantmanninum hjá Athletic Bilbao, vegna launakrafna hans. (Express)

Chelsea hefur einnig áhuga á Williams sem er líka á óskalista Paris St-Germain eftir brottför franska framherjans Kylian Mbappe (25) til Real Madrid. (Teamtalk)

Spænski markvörðurinn Adrian (37) hjá Liverpool er nálægt því að ganga frá skiptum yfir til Real Sociedad. (Mail)

Chelsea er að vinna í að kaupa þýska framherjann Maximilian Beier (21) frá Hoffenheim. (Bild)

Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherji Manchester United, gæti orðið hluti af nýju þjálfarateymi knattspyrnustjórans Erik ten Hag. (Fabrizio Romano)

Newcastle United ætlar að selja Callum Wilson (32) ef félagið nær samkomulagi um að fá enska framherjann Dominic Calvert-Lewin (27) frá Everton. (Football Insider)

AC Milan hefur blandað sér í kapphlaupið um Calvert-Lewin, þar sem ítalska félagið leitar að manni til að leysa franska framherjann Olivier Giroud (37) af hólmi. (Mail)

Lyon hefur tekið þátt í kapphlaupinu um að fá Gambíumanninn Yankuba Minteh (19) frá Newcastle. (Fabrizio Romano)

Sagt er að kantmaðurinn Minteh hafi þegar gert munnlegt samkomulag við eitt af þeim mörgu félögum sem hafa áhuga á að fá hann. (Chronicle)

Nottingham Forest hefur hafið viðræður við Aston Villa um hollenska varnarmanninn Lamare Bogarde (20). (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner