Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. september 2021 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel býst við jöfnum leik gegn Man City - „Þetta snýst um að þjást"
Thomas Tuchel
Thomas Tuchel
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, er klár í slaginn gegn Manchester City á morgun, en liðin eigast við í hádeginu á Stamford Bridge.

Chelsea hefur unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli en liðið deilir toppsætinu með Liverpool. Man City hefur á meðan unnið þrjá, tapað einum og gert eitt jafntefli.

Tuchel býst við jöfnum leik gegn City. Hann segir þessar viðureignar alltaf erfiðar en að menn verði að þjást til að uppskera.

„Við getum aldrei tapað ákefð eða einbeitingu gegn liðunum hans Pep. Það er ómögulegt. Ég býst við að þetta verði jafn leikur," sagði Tuchel.

„Þegar þú ert að spila gegn Man City þá þarftu að eiga mjög flókna frammistöðu. Þetta snýst ekki bara um löngu boltana og senni boltana en þetta snýst jú líka um þetta tvennt. Þetta snýst líka um að losa sig undan pressu með sendingahæfileikum en líka að losa sig undan henni með að rekja knöttinn, með hugrekki, ákefð og auðvitað að vinna seinni boltana."

„Þetta snýst um að þjást, verjast og við megum aldrei vera of passífir. Þetta snýst eiginlega um allt því þetta er risastór áskorun fyrir okkur. Þeir setja þig undir svo mikla pressu og hafa svo óbilandi trú á því sem þeir eru að gera. Liðin hans Pep ná því besta úr manni,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner