Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 24. september 2023 19:17
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Dramatískir sigrar í San Sebastian og Las Palmas
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það er fjórum leikjum lokið í efstu deild spænska boltans þar sem Real Sociedad hafði betur eftir gríðarlega fjörugan heimaleik gegn Getafe.


Getafe leiddi 1-2 í leikhlé en lokatölur urðu 4-3 eftir glæsilega endurkomu heimamanna í síðari hálfleik. 

Mikel Oyarzabal var hetjan í sigrinum en hann kom inn af bekknum á 58. mínútu og skoraði tvennu.

Rayo Vallecano gerði þá jafntefli við Villarreal þar sem gestirnir frá Villarreal spiluðu síðasta stundarfjórðunginn leikmanni færri eftir rautt spjald Alberto Moreno.

Real Betis og Cadiz skildu einnig jöfn á meðan Kirian Rodriguez gerði dramatískt sigurmark í 1-0 sigri Las Palmas gegn Granada, þar sem heimamenn voru leikmanni færri á lokakaflanum.

Rayo Vallecano er efst þessara liða á stöðutöflunni með tíu stig eftir sex umferðir en Sociedad er með níu stig á meðan Cadiz og Real Betis eiga átta stig.

Villarreal og Getafe koma næst með sjö stig en Granada gengur verst og er ekki með nema þrjú mögur stig.

Betis 1 - 1 Cadiz
0-1 Chris Ramos ('41 )
1-1 Guido Rodriguez ('60 )

Rayo Vallecano 1 - 1 Villarreal
0-1 Alexander Sorloth ('15 )
1-1 Kike Perez ('16 )
Rautt spjald: Alberto Moreno, Villarreal ('77)

Real Sociedad 4 - 3 Getafe
1-0 Takefusa Kubo ('2 )
1-1 Carles Alena ('39 )
1-2 Borja Mayoral ('45 , víti)
2-2 Mikel Oyarzabal ('61 , víti)
3-2 Brais Mendez ('66 )
4-2 Mikel Oyarzabal ('88 )
4-3 Juan Miguel Latasa Fernandez Layos ('92 )

Las Palmas 1 - 0 Granada CF
1-0 Kirian Rodriguez ('92 )
Rautt spjald: Mika Marmol, Las Palmas ('58)


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 34 25 4 5 91 33 +58 79
2 Real Madrid 34 23 6 5 69 33 +36 75
3 Atletico Madrid 34 19 10 5 56 27 +29 67
4 Athletic 34 16 13 5 50 26 +24 61
5 Villarreal 34 16 10 8 60 47 +13 58
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Celta 34 13 7 14 52 52 0 46
8 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
9 Vallecano 34 11 11 12 36 42 -6 44
10 Mallorca 34 12 8 14 31 39 -8 44
11 Real Sociedad 34 12 7 15 32 37 -5 43
12 Valencia 34 10 12 12 40 51 -11 42
13 Getafe 34 10 9 15 31 31 0 39
14 Espanyol 34 10 9 15 36 44 -8 39
15 Sevilla 34 9 11 14 37 46 -9 38
16 Girona 34 10 8 16 41 52 -11 38
17 Alaves 34 8 11 15 35 46 -11 35
18 Las Palmas 34 8 8 18 40 56 -16 32
19 Leganes 34 6 13 15 32 51 -19 31
20 Valladolid 34 4 4 26 25 83 -58 16
Athugasemdir
banner