Það gætu orðið einhverjar hræringar á þjálfaramarkaðnum í haust eftir að efstu tvær deildirnar klárast. Lengjudeildin klárast um helgina þegar HK og Keflavík mætast í úrslitaleik umspilsins. Eftir mánuð klárast svo Besta deildin.
Líkt og Fótbolti.net greindi frá fyrr í dag eru fimm aðalþjálfarar í Bestu deildinni með lausan samning og óvíst hvað tekur við hjá þeim. Þá gætu önnur félög vilja gera breytingar á sínum teymum.
Líkt og Fótbolti.net greindi frá fyrr í dag eru fimm aðalþjálfarar í Bestu deildinni með lausan samning og óvíst hvað tekur við hjá þeim. Þá gætu önnur félög vilja gera breytingar á sínum teymum.
Sigurður Heiðar Höskuldsson verður áfram hjá Þór, en óvíst er hver mun t.d. þjálfa Leikni, Þrótt, Njarðvík, Grindavík og Fylki.
Á þessum lista má sjá nöfn sem félögin gætu horft til þegar þjálfaramálin verða skoðuð.
Jón Þór Hauksson - Látinn fara frá ÍA í sumar og var í kjölfarið orðaður við Fylki. Kom ÍA upp 2023 og gerði mjög góða hluti 2024 en mótið í ár byrjaði ekki nógu vel.
Ólafur Jóhannesson - Snýr Óli Jó aftur í þjálfun? Hefur sýnt að hann kann að vinna og gæti verið klár ef rétta verkefnið býðst.
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson - Alli Jói hefur gert frábærlega á Húsavík og spurning hvort stærri félög reyni að lokka hann til sín?
Nenad Zivanovic - Hefur gert eftirtektarveða hluti með Ægi síðustu ár, kom liðinu upp í sumar og er með lausan samning.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson - Þegar búið að orða Gunnar við efstu deild, hann er samningslaus eftir að hafa gert eftirtektarverða hluti með Njarðvík.
Sigurvin Ólafsson - Venni gerði flotta hluti með Þrótt og hefur verið orðaður við endurkomu í Krikann.
Úlfur Arnar Jökulsson - Var óvænt látinn fara frá Fjölni snemma árs eftir að hafa gert flotta hluti með Fjölni árin á undan. Fór í tvígang með liðið í umspilið þó að erfiðleikar hafi verið á rekstri félagsins.
Haraldur Árni Hróðmarsson - Halli gerði fína hluti í krefjandi aðstæðum í Grindavík áður en hann var látinn fara seint í mótinu.
Arnar Grétarsson - Hvað gerist næst hjá Arnari? Reynslumikill þjálfari sem óvíst er að verði áfram í Árbænum. Snýr hann aftur í Bestu?
Brynjar Björn Gunnarsson - Var meðþjálfari Sölva Geirs í Evrópu og var síðast aðalþjálfari í byrjun tímabils 2024 þegar hann var með Grindavík.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson - Siggi Raggi hefur verið frá þjálfuninni frá því að hann var með Keflavík. Snýr hann aftur í haust?
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson - Bjössi Hreiðars hefur ekki þjálfað í nokkur ár en er reglulega orðaður við einhver störf.
Brynjar Kristmundsson - Stýrir sínum síðasta leik sem aðalþjálfari Ólsara á föstudag. Óvíst hvað tekur við.
Ian Jeffs - Hættur hjá Haukum eftir tvö ár þar. Jeffsy var áður hjá Þrótti og aðstoðarþjáfari kvennalandsliðsins.
Eiður Smári Guðjohnsen - Mjög margir sem vilja sjá endurkomu hjá Eiði í þjálfun. Gekk mjög vel hjá FH 2020 en alls ekki jafnvel 2022.
Kjartan Henry Finnbogason - Aðstoðarþjálfari í efstu deild sem er með lausan samning. Heldur hann sig áfram í aðstoðarhlutverkinu eða verður hann aðal?
Athugasemdir