Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mið 24. september 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfarar sem félögin gætu haft í huga í haust
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gætu orðið einhverjar hræringar á þjálfaramarkaðnum í haust eftir að efstu tvær deildirnar klárast. Lengjudeildin klárast um helgina þegar HK og Keflavík mætast í úrslitaleik umspilsins. Eftir mánuð klárast svo Besta deildin.

Líkt og Fótbolti.net greindi frá fyrr í dag eru fimm aðalþjálfarar í Bestu deildinni með lausan samning og óvíst hvað tekur við hjá þeim. Þá gætu önnur félög vilja gera breytingar á sínum teymum.

Sigurður Heiðar Höskuldsson verður áfram hjá Þór, en óvíst er hver mun t.d. þjálfa Leikni, Þrótt, Njarðvík, Grindavík og Fylki.

Á þessum lista má sjá nöfn sem félögin gætu horft til þegar þjálfaramálin verða skoðuð.
Athugasemdir
banner