ÍA skráði sig í sögubækurnar með 12-1 sigri á Levadia Tallinn í Evrópukeppni unglingaliða í gær.
Sigurinn er sá stærsti í sögu Evrópukeppni unglingaliða og einnig stærsti sigur hjá íslensku félagi eða landsliði í Evrópukeppni í sögunni.
Sigurinn er sá stærsti í sögu Evrópukeppni unglingaliða og einnig stærsti sigur hjá íslensku félagi eða landsliði í Evrópukeppni í sögunni.
Levadia Tallinn var fyrsta liðið í sögu Eistlands til að taka þátt í Evrópukeppni unglingaliða en það átti ekki möguleika gegn Skagamönnum.
ÍA vann fyrri leikinn 4-0 og einvígið því samanlagt 16-1 en liðið mætir Derby frá Englandi í næstu umferð.
12-1 sigur 2. flokks @ia_akranes sá stærsti í sögu @UEFAYouthLeague. Má færa rök fyrir því að þetta sé besta 2. flokks lið sem Ísland hefur átt?
— Stefán Magnusson (@somagnusson92) October 23, 2019
Athugasemdir