Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 24. október 2019 10:05
Magnús Már Einarsson
ÍA vann stærsta sigur í sögu Evrópukeppni unglingaliða
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍA skráði sig í sögubækurnar með 12-1 sigri á Levadia Tallinn í Evrópukeppni unglingaliða í gær.

Sigurinn er sá stærsti í sögu Evrópukeppni unglingaliða og einnig stærsti sigur hjá íslensku félagi eða landsliði í Evrópukeppni í sögunni.

Levadia Tallinn var fyrsta liðið í sögu Eistlands til að taka þátt í Evrópukeppni unglingaliða en það átti ekki möguleika gegn Skagamönnum.

ÍA vann fyrri leikinn 4-0 og einvígið því samanlagt 16-1 en liðið mætir Derby frá Englandi í næstu umferð.

Athugasemdir
banner
banner