Franski miðjumaðurinn Paul Pogba var rekinn af velli nú rétt í þessu í leik Manchester United gegn Liverpool á Old Trafford. Hann kom inn á í hálfleik.
Pogba byrjaði leikinn á bekknum en var skipt inná í hálfleik í stöðunni 4-0 fyrir Liverpool.
Hann fór í tæklingu á Naby Keita á 58. mínútu með takkana á undan og ákvað Anthony Taylor, dómari leiksins, að skoða brotið á VAR-skjánum.
Taylor gaf Pogba upphaflega gult spjald fyrir tæklinguna en breytti því rautt eftir að hafa skoðað brotið á skjánum. United er því manni færri og 5-0 undir þegar hálftími er eftir. Naby Keita fór meiddur af velli inn kom Alex Oxlade-Chamberlain inn fyrir hann.
Brotið má sjá í tenglinum hér fyrir neðan.
Sjáðu brotið hér
Athugasemdir