Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   þri 24. nóvember 2020 19:06
Anton Freyr Jónsson
Dofri Snorra: Þetta lið getur gert mjög góða hluti
Lengjudeildin
Dofri Snorrason er mættur í Fjölni.
Dofri Snorrason er mættur í Fjölni.
Mynd: .
Dofri Snorrason skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Fjölni. Hann kemur til liðsins frá Víking Reykjavík Dofri er fæddur árið 1990 og kemur með mikla reynslu inn í Fjölni sem féll úr Pepsí Max-deildinni í sumar.

„Bara ánægður, gott að vera búin að skrifa undir. Ánægður að þeir höfðu samband og fínt að vera komin hingað."

Dofri segir að aðdragandinn af þessu hafi verið stuttur eftir að Fjölnir hafði samband.

„Þeir höfðu samband mjög snemma eftir að tilkynnt að ég yrði ekki áfram hjá Víking og sýndu mér mikin áhuga alveg frá byrjun og ég ákvað að koma hingað"

Dofri segir að það hafi verið inn í myndinni að vera áfram hjá Víkingum en tók ákvörðun að skrifa undir hjá Fjölnismönnum.

„Það var alveg í myndinni. Ég fékk lítin spilatíma síðasti sumar hjá Víking og fannst ég bara þurfa breyta til og ég held að það sé bara hollt að gera það."

Fjölnir féll úr Pepsí Max-deildinni og Dofri segir að markmið liðsins sé skýrt.

„Jú klárlega, mér heyrist það svona á öllum að það sé markmið liðsins og ég held að það sé alveg grundvöllur að stefna aftur upp."

Dofri Snorrason segist hafa verið fljótur að stökkva á Fjölni eftir að Ásmundur Arnarsson hafði samband.

„Já ég var spenntur um leið og hann hafði samband. Mér leyst vel á leikmannahópinn, spilaði tvisvar á móti þeim síðasta sumar og ég veit það býr mikið í þessu liði. Það er gaman að koma hingað og ég veit að þetta lið getur gert mjög góða hluti."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner