Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 24. nóvember 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Ísak sagður kosta tíu milljónir punda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
The Mirror fjallaði um helgina um Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmann Norrköping, en hann hefur verið orðaður við stórlið eins og Juventus og Manchester United.

Í frétt Mirror er sagt að Ísak gæti kostað fimm milljónir punda eða 900 milljónir íslenskra króna.

Árangurstengdar greiðslur myndu bætast við upp á fimm milljónir punda í viðbót samkvæmt frétt Mirror. Upphæðin gæti því orðið allt að 1,8 milljarður íslenskra króna.

ÍA mun hagnast vel á því ef Ísak verður seldur en félagið á rétt á ákveðinni prósentu af upphæðinni sem Norrköping fær.

Hinn sautján ára gamli Ísak hefur vakið gríðarlega athygli með Norrköping en hann spilaði sinn fyrsta landsleik með íslenska landsliðinu í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner