Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. nóvember 2021 18:53
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Klopp hvílir menn - Ramos á bekknum
Takumi Minamino byrjar
Takumi Minamino byrjar
Mynd: Getty Images
Lionel Messi er í liði PSG
Lionel Messi er í liði PSG
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur ákveðið að hvíla nokkra lykilmenn gegn Porto í 5. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og Diogo Jota eru meðal þeirra sem eru á bekknum.

Liverpool er búið að tryggja sér toppsætið í B-riðli og getur því hvílt bestu leikmennina en Sadio Mane og Mohamed Salah eru hins vegar í liðinu. Hinn 19 ára gamli Tyler Morton er á miðjunni og Neco Williams er þá í hægri bakverðinum.

Phil Foden og Jack Grealish eru ekki í hópnum hjá Manchester City sem mætir Paris Saint-Germain á Etihad-leikvanginum. Sergio Ramos er á bekknum hjá Paris Saint-Germain. Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappe byrja allir hjá gestunum.

Liverpool: Alisson, Williams, Matip, Konate, Tsimikas; Morton, Thiago, Oxlade-Chamberlain; Mane, Salah, Minamino

Porto: Costa, Mario, Mbemba, Pepe, Zaidu, Uribe, Oliveira, Otavio, Diaz, Taremi, Evanilson.



Man City: Ederson; Walker, Stones, Dias, Cancelo; Rodri, Gundogan, Zinchenko; Mahrez, Bernardo, Sterling.

PSG: Navas; Hakimi, Marquinhos, Kimpembe, Mendes; Herrera, Paredes, Gueye; Messi, Neymar, Mbappe.
Athugasemdir
banner
banner
banner