Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 24. nóvember 2022 08:18
Elvar Geir Magnússon
Höddi Magg: Liðið var átakanlegt, firmalið
Úr leik Spánar og Kosta Ríka í gær.
Úr leik Spánar og Kosta Ríka í gær.
Mynd: EPA
Hörður Magnússon.
Hörður Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Magnússon hefur litað umfjöllun RÚV frá HM með lýsingum sínum og hann var gestur í HM stofunni í gærkvöldi þar sem farið var yfir leikina.

Hörður fór þar ófögrum orðum um frammistöðu Kosta Ríka sem tapaði 7-0 fyrir Spáni í gær. Lið Kosta Ríka var yfirspilað og átti ekki marktilraun að marki Spánverja. Liðið virtist hreinlega gefast upp.

„Kosta Ríka liðið, ég er að reyna að leita að lélegra liði á HM í fyrsta leik. Ég þarf að fara aftur til 1982, El Salvador tapaði 10-1 gegn Ungverjum. Þetta Kosta Ríka lið var átakanlegt, þetta var bara firmalið," sagði Hörður.

„Keylor Navas og þessir gaurar gátu ekki beðið eftir að leikurinn kláraðist. Ég ætla að bíða eftir stóra dómnum á Spánverja. Ég er ekki sannfærður um þá. Þeir náðu vissulega að klára þetta með stæl. Englendingar unnu Írani en þetta íranska lið var hátíð í bæ miðað við þetta Kosta Ríka lið."

Sjáðu mörkin úr leiknum

Belgía átti ekki skilið að vinna
Sjálfur lýsti Hörður 1-0 sigri Belgíu gegn Kanada sem fram fór í gærkvöldi. Samkvæmt tölfræðinni var Kanada talsvert betra liðið í leiknum og það fannst lýsandanum einnig.

„Ég ætla að taka það djúpt í árina að mér fannst kanadíska liðið betra í þessum leik. Mér fannst verra liðið vinna. Kanadaliðið var töluvert betra i fyrri hálfleik og Belgar vissulega náðu að loka vel á þá í seinni hálfleik en samt sem áður fannst mér Kanada eiga skilið að vinna þetta," sagði Hörður Magnússon.
Athugasemdir
banner
banner
banner