Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. janúar 2022 16:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Breki í Fylki (Staðfest) - Benedikt og Kári komnir aftur heim
Lengjudeildin
Arnór Breki
Arnór Breki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir hefur krækt í Arnór Breka Ásþórsson frá Fjölni. Arnór Breki er uppalinn í Aftureldingu en hefur leikið með Fjölni frá árinu 2018.

Samningur hans við Fjölni rann út eftir síðasta tímabil og vildi Fjölnir halda honum. Hann lék með ÍA í æfingaleik í desember en hefur nú samið við Fylki um að spila með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Breki er 23 ára gamall bakvörður sem á að baki sex leiki fyrir yngri landsliðin.

Hann er ekki eini leikmaðurinn sem Fylkir er búið að krækja í því Kári Sigfússon er kominn heim í Árbæinn eftir að hafa spilað með Gróttu á síðasta tímabili.

Kári lék einungis sjö leiki með Gróttu í fyrra en frumraun hans með meistaraflokki kom með Fylki sumarið 2020. Kári er fæddur árið 2002 og getur leyst margar stöður á vellinum.

Þá hefur Benedikt Daríus Garðarssos skipt yfir í Fylki frá venslafélaginu Elliða. Benedikt raðaði inn mörkunum á síðasta tímabili, skoraði sautján mörk í 22 leikjum í 3. deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner