Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
banner
   mið 25. janúar 2023 17:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ástæða u-beygjunnar hjá Danjuma sögð vera brottrekstur Lampard
Arnaut Danjuma er genginn í raðir Tottenham á láni frá Villarreal út tímabilið. Það vakti athygli í gær þegar hann var allt í einu á leið til Tottenham eftir að svo gott sem allt var frágengið varðandi skipti hans til Everton.

Búið var að taka mynd af honum í treyjunni, samkomulag í höfn varðandi kaup og kjör, læknisskoðun lokið og búið að undirbúa allt í kringum kynningu á leikmanninum sem átti að vera í gær.

Hann átti bara eftir að skrifa undir samninginn. En svo allt í einu var hann á leiðinni til Tottenham og var kynntur þar í dag.

Daily Mail segir frá því í dag að meginástæðan fyrir ákvörðun Danjuma að fara frekar til Tottenham sé ákvörðun Everton að reka Frank Lampard.

Lampard var látinn fara sem stjóri liðsins á mánudag eftir 2-0 tap gegn West Ham um liðna helgi.
Enski boltinn - Landsbyggðin talar um hugarfarsskrímsli
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
3 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
4 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
5 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
6 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
7 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
8 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
9 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
10 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
11 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
12 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner