Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 25. febrúar 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Langur uppbótatími fór með Everton - „Það er pirrandi"
Mynd: EPA

Sean Dyche stjóri Everton var svekktur að liðið sitt hafi ekki tekist að halda út gegn Brighton í gær.


Jarred Branthwaite kom Everton yfir þegar rúmur stundarfjórðungur var til loka venjulegs leiktíma en Lewis Dunk jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Dyche var ánægður með leik sinna manna allt fram í uppbótatíma en Everton var manni fleiri eftir að Billy Gilmour var rekinn af velli á 81. mínútu.

„Seinni hálfleikurinn var mjög góður. Við stjórnuðum leiknum án boltans á köflum og vorum ekki í miklum vandræðum. Svo skorum við mjög gott mark en svo verður maður pirraður út af þeirri staðreynd að níu mínútum er bætt við," sagði Dyche.

„Við vitum að það er mikið drama í kringum þessar mínútur en þetta breytir öllum leikvanginum. Ef fjórir kemur upp hugsar maður 'já allt í lagi'. En níu, þeir héldu áfram að færa fleiri leikmenn framar á völlinn og við díluðum ekki vel við það. Það er það sem er pirrandi, við hefðum getað gert þetta betur síðustu níu mínúturnar."


Athugasemdir
banner
banner
banner