Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 25. febrúar 2024 12:10
Aksentije Milisic
Ten Hag: Erum klárlega á réttri leið
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Hollendingurinn Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var brattur í gær þrátt fyrir að liðið hafi tapað á heimavelli gegn Fulham.

United hefur nú tapað á Old Trafford gegn liðum á borð við Crystal Palace, Brighton, Fulham og Bournemouth á þessari leiktíð.


Fyrir leikinn í gær hafði United unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum og verið taplaust á þessu ári.

„Við erum klárlega á réttri leið hér hjá Manchester United," sagði Ten Hag.

„Þegar við erum með alla menn heila og tilbúna í slaginn, þá erum við með góðan leikmannahóp. Við sýndum stóran karakter (í gær), við reyndum að vinna og áttum að nýta tækifærin."

Meiðslalisti United hefur verið langur á þessari leiktíð en Luke Shaw, sem var búinn að missa af stórum hluta tímabils, meiddist aftur gegn Luton og þá er Rasmus Höjlund frá í nokkrar vikur.

Lisandro Martinez meiddist illa gegn West Ham á dögunum og þá hafa leikmenn eins og Mason Mount og Tyrell Malacia verið lengi frá. Ennþá eru nokkrar vikur í Aaron Wan-Bissaka einnig.


Athugasemdir
banner
banner