Heimild: Guardian
Hinn afar áreiðanlegi miðill Guardian hefur bæst í hóp þeirra fjölmiðla sem fullyrða að það sé nánast ljóst að Trent Alexander-Arnold muni spila fyrir Real Madrid á næsta tímabili.
Evrópumeistararnir hafa lagt mikla áherslu á að fá hægri bakvörðinn en samningur hans við Liverpool er að renna út.
Evrópumeistararnir hafa lagt mikla áherslu á að fá hægri bakvörðinn en samningur hans við Liverpool er að renna út.
Alexander-Arnold er með fimm ára samning á borðinu en hann hefur leikið 349 aðalliðsleiki fyrir uppeldisfélag sitt Liverpool.
Liverpool gæti misst þrjá af sínum mikilvægustu leikmönnum á frjálsri sölu en samningar Virgil Van Dijk og Mohammed Salah eru einnig að renna út.
Athugasemdir