Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 25. apríl 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Davíð Þór: Fylgir því víst að vera orðinn 35 ára
Davíð Þór og Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Davíð Þór og Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH-inga, segir að það verði allir klárir í slaginn gegn HK í fyrsta leik liðsins í Pepsi Max-deildinni á laugardaginn, nema mögulega hann sjálfur.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum í Pepsi Max-deildinni!

Davíð er búinn að vera að glíma við hnémeiðsli síðustu vikurnar.

„Ég er byrjaður að æfa. Mér finnst mjög líklegt að ég geti, ef ég er nógu góður til að komast í hópinn, að ég verði valinn. Þetta fylgir því að vera orðinn 35 ára."

Fyrsti leikur FH er gegn nýliðum HK.

„Sagan sýnir það að nýliðarnir eru duglegir að ná í stig í fyrstu umferðunum. Oft stig sem ekki er búist við að þeir nái í. Við verðum að sjá til þess að HK fái engin stig."

FH náði ekki Evrópusæti á síðasta tímabili en er spáð góðu gengi í sumar. Í spá Fótbolta.net er FH spáð þriðja sæti.

„Hópurinn er minni en hann hefur verið, en þeir leikmenn sem við höfum fengið eru leikmenn sem eru FH-ingar eða hafa lengi verið í FH. Þeir þekkja söguna vel og vita til hvers er ætlast af þeim. Við getum gert mjög góða hluti í sumar."

„Maður finnur kannski fyrir því í sumar (að vera ekki í Evrópukeppni). Það er örugglega ákveðinn tómleiki sem fylgir því. Vonandi lærðum við eitthvað af síðasta tímabili."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar
Athugasemdir
banner
banner