Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 25. apríl 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Davíð Þór: Fylgir því víst að vera orðinn 35 ára
Davíð Þór og Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Davíð Þór og Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH-inga, segir að það verði allir klárir í slaginn gegn HK í fyrsta leik liðsins í Pepsi Max-deildinni á laugardaginn, nema mögulega hann sjálfur.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum í Pepsi Max-deildinni!

Davíð er búinn að vera að glíma við hnémeiðsli síðustu vikurnar.

„Ég er byrjaður að æfa. Mér finnst mjög líklegt að ég geti, ef ég er nógu góður til að komast í hópinn, að ég verði valinn. Þetta fylgir því að vera orðinn 35 ára."

Fyrsti leikur FH er gegn nýliðum HK.

„Sagan sýnir það að nýliðarnir eru duglegir að ná í stig í fyrstu umferðunum. Oft stig sem ekki er búist við að þeir nái í. Við verðum að sjá til þess að HK fái engin stig."

FH náði ekki Evrópusæti á síðasta tímabili en er spáð góðu gengi í sumar. Í spá Fótbolta.net er FH spáð þriðja sæti.

„Hópurinn er minni en hann hefur verið, en þeir leikmenn sem við höfum fengið eru leikmenn sem eru FH-ingar eða hafa lengi verið í FH. Þeir þekkja söguna vel og vita til hvers er ætlast af þeim. Við getum gert mjög góða hluti í sumar."

„Maður finnur kannski fyrir því í sumar (að vera ekki í Evrópukeppni). Það er örugglega ákveðinn tómleiki sem fylgir því. Vonandi lærðum við eitthvað af síðasta tímabili."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner