Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fim 25. apríl 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Davíð Þór: Fylgir því víst að vera orðinn 35 ára
Davíð Þór og Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Davíð Þór og Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH-inga, segir að það verði allir klárir í slaginn gegn HK í fyrsta leik liðsins í Pepsi Max-deildinni á laugardaginn, nema mögulega hann sjálfur.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum í Pepsi Max-deildinni!

Davíð er búinn að vera að glíma við hnémeiðsli síðustu vikurnar.

„Ég er byrjaður að æfa. Mér finnst mjög líklegt að ég geti, ef ég er nógu góður til að komast í hópinn, að ég verði valinn. Þetta fylgir því að vera orðinn 35 ára."

Fyrsti leikur FH er gegn nýliðum HK.

„Sagan sýnir það að nýliðarnir eru duglegir að ná í stig í fyrstu umferðunum. Oft stig sem ekki er búist við að þeir nái í. Við verðum að sjá til þess að HK fái engin stig."

FH náði ekki Evrópusæti á síðasta tímabili en er spáð góðu gengi í sumar. Í spá Fótbolta.net er FH spáð þriðja sæti.

„Hópurinn er minni en hann hefur verið, en þeir leikmenn sem við höfum fengið eru leikmenn sem eru FH-ingar eða hafa lengi verið í FH. Þeir þekkja söguna vel og vita til hvers er ætlast af þeim. Við getum gert mjög góða hluti í sumar."

„Maður finnur kannski fyrir því í sumar (að vera ekki í Evrópukeppni). Það er örugglega ákveðinn tómleiki sem fylgir því. Vonandi lærðum við eitthvað af síðasta tímabili."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar
Athugasemdir
banner