Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   fim 25. apríl 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Davíð Þór: Fylgir því víst að vera orðinn 35 ára
Davíð Þór og Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Davíð Þór og Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH-inga, segir að það verði allir klárir í slaginn gegn HK í fyrsta leik liðsins í Pepsi Max-deildinni á laugardaginn, nema mögulega hann sjálfur.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum í Pepsi Max-deildinni!

Davíð er búinn að vera að glíma við hnémeiðsli síðustu vikurnar.

„Ég er byrjaður að æfa. Mér finnst mjög líklegt að ég geti, ef ég er nógu góður til að komast í hópinn, að ég verði valinn. Þetta fylgir því að vera orðinn 35 ára."

Fyrsti leikur FH er gegn nýliðum HK.

„Sagan sýnir það að nýliðarnir eru duglegir að ná í stig í fyrstu umferðunum. Oft stig sem ekki er búist við að þeir nái í. Við verðum að sjá til þess að HK fái engin stig."

FH náði ekki Evrópusæti á síðasta tímabili en er spáð góðu gengi í sumar. Í spá Fótbolta.net er FH spáð þriðja sæti.

„Hópurinn er minni en hann hefur verið, en þeir leikmenn sem við höfum fengið eru leikmenn sem eru FH-ingar eða hafa lengi verið í FH. Þeir þekkja söguna vel og vita til hvers er ætlast af þeim. Við getum gert mjög góða hluti í sumar."

„Maður finnur kannski fyrir því í sumar (að vera ekki í Evrópukeppni). Það er örugglega ákveðinn tómleiki sem fylgir því. Vonandi lærðum við eitthvað af síðasta tímabili."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar
Athugasemdir
banner