Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Karólína innsiglaði sigurinn - Sara Björk lauk tímabilinu vel
Kvenaboltinn
Mynd: Mirko Kappes
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var á skotskónum þegar Leverkusen lagði Potsdam í þýsku deildinni í kvöld.

Karólína byrjaði á bekknum en kom inn á þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Þá var staðan 2-0 fyrir Leverkusen. Hún skoraði þriðja mark liðsins undir lokin. Potsdam náði að klóra í bakkann áður en leiknum lauk.

Leverkusen er í 4. sæti með 40 stig, stigi á eftir Frankfurt sem er í 3. sæti og á leik til góða en Leverkusen á eftir að spila tvo leiki á tímabilinu.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á sínum stað í markinu hjá Inter þegar liðið lagði AC Milan í grannslag 4-1. Inter er í 2. sæti með 48 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið mun enda í 2. sæti og spilar því í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Hildur Antonsdóttir lék allan leiikinn og Ásdís Karen Halldórsdóttir kom inn á 84. mínútu þegar Madrid CFF steinla í grannaslag gegn Real Madriid 7-3 í spænsku deildinni. Staðan var 3-3 eftir 53 mínútur en Real skoraði fjögur mörk síðasta stundafjórðunginn. Madrid CFF er í 10. sæti með 29 stig eftir 27 umferðir.

Sara Björk Gunnarsdóttir var á markaskónum þegar Al-Qadsiah vann Al-Ahli 3-2 í lokaumferð kvennadeildarinnar í Sádí-Arabíu. Al-Qadsiah endar tímabilið í 3. sæti með 35 stig, fimmstigum á eftir Al-Ahli og 16 stigum á eftir deildarmeisturum Al-Nassr.
Athugasemdir
banner
banner