Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
   mið 25. maí 2016 22:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Milos: Ánægður með að hafa gott val af framherjum
Milos ræðir hér við Óttar Magnús sem skoraði tvennu í leiknum.
Milos ræðir hér við Óttar Magnús sem skoraði tvennu í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur við leikinn og það að við séum komnir áfram, en það eru hlutir í leiknum sem við eigum að vinna í," sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings R., eftir 2-1 sigur sinna manna á Haukum í kvöld.

Þetta var leikur í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins, en Haukarnir minnkuðu muninn undir lokin. Milos kveðst þó ekki hafa verið mjög stressaður eftir að Haukarnir skoruðu.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Víkingur R.

„Mér fannst eins og það hefði ekki verið verðskuldað ef þeir hefðu jafnað leikinn og ég var þess vegna rólegur, en þegar við klúðrum svona mörgum færum þá kemur oft refsing og mér fannst markið sem þeir skora algjör refsing."

Milos ákvað að geyma Gary Martin á bekknum og byrja með Óttar Magnús Karlsson inn á, en Óttar Magnús skoraði bæði mörk Víkinga í leiknum.

„Gary hefur verið að spila marga leiki að undanförnu og það var gott tækifæri líka fyrir Óttar að skora gegn Val og byrja leikinn í dag. Hann svaraði mjög vel og ég er ánægður með það að hafa svona gott val á framherjum til þess að velja."

Næsti leikur Víkinga er gegn ÍA í Pepsi-deildinni, en Milos segir að það verði alls ekki léttur leikur.

„Við erum að sækjast eftir þremur stigum á heimavelli og þessi tveir síðustu leikir hafa gefið okkur aukið sjálfstraust. Þetta verður ekki létt, ÍA er mjög gott lið og baráttuglaðir. Það þarf ekkert að biðja Skagamenn um að berjast," sagði Milos að lokum.
Athugasemdir
banner