Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 25. maí 2020 15:51
Elvar Geir Magnússon
Olympiakos vill Ögmund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gríska félagið Olympiakos vill fá íslenska landsliðsmarkvörðinn Ögmund Kristinsson.

Frá þessu er greint í grískum fjölmiðlum en Sportime segir að viðræður séu komnar vel á veg.

Ögmundur hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í grísku deildinni en hann gekk í raðir Larissa í fyrra.

Olympiakos er í markmannsleit en liðið var á toppi grísku úrvalsdeildarinnar þegar keppni var frestað vegna kórónaveirufaraldursins.

Ögmundur er 30 ára og hefur leikið 15 landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir