
Afturelding er á toppi 2. deildarinnar og á Helgi Sigurðsson að aðstoða liðið við að komast upp í 1. deildina.
Sóknarmaðurinn reynslumikli Helgi Sigurðsson hefur samið við 2. deildarlið Aftureldingar og mun leika með liðinu til loka leiktíðar. Helgi fær félagaskipti þegar glugginn opnar þann 15. júlí.
Helgi kemur frá Fram þar sem hann var spilandi aðstoðarþjálfari en yfirgaf félagið þegar Þorvaldur Örlygsson lét af störfum.
Helgi kemur frá Fram þar sem hann var spilandi aðstoðarþjálfari en yfirgaf félagið þegar Þorvaldur Örlygsson lét af störfum.
Helgi er á 39. aldursári lék áður með Víkingi Reykjavík og Val. Þá var hann atvinnumaður í Danmörku, Noregi og Þýskalandi og lék á sínum tíma 63 A-landsleiki og skoraði tíu mörk.
„Miklar vonir eru bundnar við að þessi reynslumikli markaskorari bæti við þá reynslu sem ungt lið Aftureldingar getur nýtt sér til að halda því góða gengi sem liðið hefur farið af stað með í Íslandsmótinu í ár. Liðið er nú í efsta sæti og stefnir að sjálfsögðu á að halda því til loka tímabilsins," segir í fréttatilkynningu frá Aftureldingu.
Aftureldingarliðið er að mestu leyti byggt upp á uppöldum leikmönnum en þar má finna reynslubolta eins og Guðmund Viðar Mete og Paul McShane sem léku í efstu deild.
Athugasemdir