Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
   sun 25. júní 2023 19:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Kristinn: Góð lið taka ekki tvo svona hálfleika í röð
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er sáttur að þetta hafi endað svona," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir ótrúlegt jafntefli gegn Stjörnunni í gær.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  3 Stjarnan

„Það voru ekki margir sem sáu þetta fyrir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var algjör eign Stjörnunnar, þetta var leikur kattarins af músinni og við afhentum þeim það sem þær vildu og ótrúlegt að þær hafi ekki tekið meira," sagði Jóhann.

Þór/KA fór inn í hálfleikinn 3-0 undir en kom til baka í seinni hálfleik.

„Ég verð að taka það á mig hvernig við komum til leiks í þennan leik, það er eitthvað í undirbúningnum sem gekk mjög illa hjá mér. Þetta leit út fyrir að vera hræðsla, einhver óttablandin virðing fyrir andstæðnignum," sagði Jóhann.

„Við töluðum um það í hálfleik að góð lið taka ekki tvo svona hálfleika í röð. Við þurftum að laga þetta sem lið svo geta einstaklingar dílað við hitt eftir leik eða næstu daga."


Athugasemdir
banner
banner