Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   mið 25. júní 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
HM í dag - Inter þarf sigur gegn River Plate
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru fjórir leikir á dagskrá á HM félagsliða í kvöld og í nótt þegar lokaumferðin fer fram í E og F riðlum mótsins.

Borussia Dortmund mætir Ulsan HD á sama tíma og Fluminense spilar úrslitaleik við Mamelodi Sundowns í F-riðli.

Dortmund og Fluminense deila toppsætinu með fjögur stig en Mamelodi er í öðru sæti með þrjú stig. Suður-Afríska liðið stóð sig gríðarlega vel í 4-3 tapi gegn Dortmund í síðustu umferð og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með spilamennsku liðsins í kvöld.

Suður-Kóreska félagið Ulsan situr stigalaust á botninum og er nú þegar úr leik.

Í nótt er gríðarleg spenna þegar Inter og River Plate mætast í úrslitaleik um toppsæti E-riðils. Liðin eru bæði með fjögur stig fyrir lokaumferðina eftir að hafa bæði gert jafntefli við Sergio Ramos, Sergio Canales og félaga í liði Monterrey.

Monterrey, Inter og River Plate geta því öll endað jöfn á stigum í toppsætum riðilsins og þá munu innbyrðisviðureignir ráða úrslitum. Liðin með flest mörk skoruð innbyrðis munu þá komast upp úr riðlinum.

HM félagsliða
19:00 Dortmund - Ulsan
19:00 Mamelodi Sundowns - Fluminense
01:00 Inter - River Plate
01:00 Urawa Red Diamonds - Monterrey
Athugasemdir
banner
banner
banner